Skipulögð fjármálafræðsla er mikilvæg strax á grunnskólastigi.

Í könnun Gallup á fjármálalæsi Íslendinga og viðhorfum til fjármálafræðslu sem framkvæmd var fyrir Samtök fjármálafyrirtækja í nóvember 2023, kemur meðal annars fram að um 90% landsmanna hefðu vilja læra meira um fjármálalæsi í grunnskóla á sama tíma og einungis um 10% landsmanna sögðust hafa fengið slíka fræðslu í grunnskóla. Algengast var að fólk hefði lært um fjármálalæsi af foreldrum og þá samfélagsmiðlum, netinu eða fjölmiðlum. Hins vegar fannst flestum, eða 74% aðspurðra, að slík fræðsla ætti helst heima á grunn- og framhaldsskólastiginu.

Þátttakendur tóku einnig fjármálalæsisspróf til að bera saman við lönd ESB.

  • Í ESB samanburðinum rankar Ísland frekar neðarlega þegar fólk er beðið að meta huglægt eigið fjármálavit (í neðri helmingi samanburðarlandanna) en erum í 6. Sæti í „fjármálaprófinu“.
  • Þau sem mælast með hærra fjámálaskor eru líklegri til að geta safnað sparifé.
  • 27% Íslendinga hafa lent í vanskilum með lán, þar af 7% á síðustu 3 árum. Aldurshópurinn 25-39 ára er líklegastur til að hafa lent í vanskilum á síðustu 3 árum, og fólk með lægra fjármálalæsisskor.

Hér eru fleiri erindi á ráðstefnu sem haldin var í tilefni könnunarinnar 18. janúar 2024 í Veröld, húsi Vigdísar.

Friðrik Björnsson markaðsstjóri Gallup kynnti niðurstöður könnunar á ráðstefnu um fjármálalæsi.

Glærukynning Friðriks

Ítarlegar niðurstöður.

Fræðsla er undirstaða farsældar í fjármálum

Undanfarin misseri hefur áhugi á kennslu í fjármálalæsi aukist meðal kennara. Fagið er ekki tilgreint með nægilega skýrum hætti í aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla og því er það undir hælinn lagt hversu mikla áherlsu fjármálalæsi fær í kennslu.

Af því sögðu er mikilvægt að fjármálafræðsla verði fest í sessi í námskrám grunn- og framhaldsskóla og að sett verði skýr og mælanleg hæfniviðmið svo ljóst sé hvað nemendur eigi að kunna þegar námi lýkur.

Menntamálaráðherra og nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla vorið 2020 um mikilvægi fjármálalæsis.

 

 

 

 

9 af hverjum 10 hefðu viljað meiri fræðslu um fjármál í grunnskóla

Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir samtök fjármálafyrirtækja, var ungt fólk á aldrinum 18 – 30 ára spurt um reynslu og viðhorf til fjármála. Níu af hverjum tíu aðspurðra hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla og átta af hverjum tíu hafa fengið fræðslu frá foreldrum eða forráðamönnum.

Tæplega helmingur á sitt eigið húsnæði

Um helmingur svarenda eiga sitt eigið húsnæði. Þá má jafnframt sjá af niðurstöðum að hátt hlutfall þeirra  virðist hafa nýtt sér viðbótarlífeyrirssparnað  til húsnæðiskaupa.

11% svarenda hafa tekið smálán

Fleira áhugavert kemur fram í svörum unga fólksins. Má þar t.d. nefna að 11% hafa tekið smálán og 76% hafa tekið langtímalán s.s húsnæðislán, bílalán, lán vegna náms osv.frv.

Hvar er Fjármálavit?

Borgartún 35, 105 Reykjavík

(+354) 6920291

fjarmalavit@fjarmalavit.is

Fjármálavit er á samfélagsmiðlum