Fræðsla er undirstaða farsældar í fjármálum
Undanfarin misseri hefur áhugi á kennslu í fjármálalæsi aukist meðal kennara. Fagið er ekki tilgreint með nægilega skýrum hætti í aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla og því er það undir hælinn lagt hversu mikla áherlsu fjármálalæsi fær í kennslu.
Af því sögðu er mikilvægt að fjármálafræðsla verði fest í sessi í námskrám grunn- og framhaldsskóla og að sett verði skýr og mælanleg hæfniviðmið svo ljóst sé hvað nemendur eigi að kunna þegar námi lýkur.
Menntamálaráðherra og nemendur í 10. bekk Víðistaðaskóla vorið 2020 um mikilvægi fjármálalæsis.
9 af hverjum 10 hefðu viljað meiri fræðslu um fjármál í grunnskóla
Í könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir samtök fjármálafyrirtækja, var ungt fólk á aldrinum 18 – 30 ára spurt um reynslu og viðhorf til fjármála. Níu af hverjum tíu aðspurðra hefðu viljað læra meira um fjármál í grunnskóla og átta af hverjum tíu hafa fengið fræðslu frá foreldrum eða forráðamönnum.
Tæplega helmingur á sitt eigið húsnæði
Um helmingur svarenda eiga sitt eigið húsnæði. Þá má jafnframt sjá af niðurstöðum að hátt hlutfall þeirra virðist hafa nýtt sér viðbótarlífeyrirssparnað til húsnæðiskaupa.
11% svarenda hafa tekið smálán
Fleira áhugavert kemur fram í svörum unga fólksins. Má þar t.d. nefna að 11% hafa tekið smálán og 76% hafa tekið langtímalán s.s húsnæðislán, bílalán, lán vegna náms osv.frv.
Hvar er Fjármálavit?
Borgartún 35, 105 Reykjavík
(+354) 6920291
fjarmalavit@fjarmalavit.is