Fjármálavit er fræðsluvettvangur með áherslu á námsefni í fjármálalæsi með þann tilgang að bæta fjármálalæsi ungs fólks og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku í fjármálum með áherslu á sparnað og fyrirhyggju. Á þeim forsendum tekur starfsfólk fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða þátt í fræðslustörfum undir hatti Fjármálavits og eru aldrei merkt eða talsmenn sinna fyrirtækja í þeim störfum.

Markmið

Fjármálalæsi verði vel skilgreint í aðalnámskrám grunn- og framhaldsskóla

Áherslur í starfsemi Fjármálavits

  1. Frítt námsefni fyrir kennara með kennslubækurnar „Fyrslu skref í fjármálum“ og „Farsæl skref í fjármálum“ til grundvallar auk annarra verkefna.
  2. Stuðningur við kennara í að auka færni í kennslu í fjármálalæsi.
  3. Viðburðir og efnisgerð er stuðla að eflingu fjármálalæsis ungmenna.
  4. Samtal við hagsmunaaðila.

Fjármögnun

Fjármálavit er í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) sem fjármögnuð eru með aðildargjöldum. Aðildarfyrirtæki samtakanna eru 25 og má sjá þau hér. Fjármálavit er rekið af sérstökum verkefnisstjóra innan SFF og er að meginstofni til fjármagnað af SFF og áðurnefndum aðildargjöldum. Í mars 2017 var undirritaður samstarfssamningur milli SFF og Landssamtaka lífeyrissjóða (LL) og hafa LL frá þeim tíma greitt hlutdeild í verkefnafé Fjármálavits.

Saga Fjármálavits

SFF tóku þátt í samráðsvettvangi menntamálaráðuneytisins árið 2011 um leiðir til að efla fjármálalæsi hjá ungu fólki.

Í kjölfarið skipaði menntamálaráðherra stýrihóp þar sem fulltrúa áttu SFF, LL, Kennarasambandið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Heimili og skóli og fleiri hagaðilar.

Stýrihópurinn starfaði í þrjú ár og skilaði skýrslu í ágúst 2014 með tillögum um úrbætur og aðgerðir. Dæmi um helstu tillögur hópsins voru; að bæta aðgengi að samræmdu námsefni, að setja skýr hæfniviðmið í aðalnámskrá og að auka  stuðning við kennara.

Starfsemi Fjármálavits hófst í mars 2015. Lítið hafði verið gert með tillögur stýrihópsins og var það mat SFF að þörfin væri brýn og var því ákveðið að leggja málinu lið með starfsemi Fjármálvits.

Frá þeim tíma hefur eftirspurn eftir kennsluefni og handleiðslu Fjármálavits aukist ár frá ári.

Hvar er Fjármálavit?

Borgartún 35, 105 Reykjavík

(+354) 6920291

fjarmalavit@fjarmalavit.is

Fjármálavit er á samfélagsmiðlum