Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla á vegum Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) í samstarfi við Landssamtök lífeyrissjóða (LL). 

Öllum grunnskólum er boðin heimsókn á hverju skólaári og eru heimsóknir í boði yfir veturinn. Lögð er áhersla á að ekki sé um neina kynningarstarfsemi fyrirtækja að ræða.

 

Tilgangur

  • Að nýta samtakamátt fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi og minna á samfélagslegt hlutverk þeirra í að stuðla að góðu fjármálalæsi.
  • Veita kennurum innblástur í kennslu um fjármál með  kennsluefni.
  • Eiga þátt í að auka fjármálalæsi ungs fólks og gera það betur í stakk búið til að taka ákvarðanir í framtíðinni um fjármál.
  • Gera starfsfólki fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða kleift að vinna saman að verkefni sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið.

Hvar er Fjármálavit?

Borgartún 35, 105 Reykjavík

(+354) 6920291

fjarmalavit@fjarmalavit.is

Fjármálavit er á samfélagsmiðlum