Farsæl skref í fjármálum

er ný bók um fjármál einstaklinga og sjálfstætt framhald bókarinnar Fyrstu skref í fjármálum. Markmiðið er að byggja ofan á grundvallaratriðin og veita gagnleg ráð til að aðstoða lesandann með að verða fjárhagslega sjálfstæður.

Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir til að beita við daglega fjármálastjórn, val á sparnaðarleiðum, lántöku og við að undirbúa stóru fjárhagslegu ákvarðanirnar í lífinu. Í bókinni eru sex kaflar auk viðauka með formúlum, sýnidæmum og ítarlegum orðskýringum. Fyrsti kafli er inngangur og sá síðasti lokar bókinni.

Á síðustu árum hafa hátt í fjögur þúsund eintök af bókinni verið send í 45 framhaldsskóla á landinu. 

Þeir framhaldsskólakennarar sem hafa áhuga á að nota bókina í kennslu geta fengið hana frítt fyrir nemendur sína í boði Fjármálavits.

Útbúið hefur verið stuðningsefni fyrir kennara sem samanstendur af glærum og svörum við verkefnum í bókinni.

 Kennarar geta sent beiðni á bókarhöfund um aðgang að stuðningsefninu: gunnar.baldvinsson@icloud.com

Hvar er Fjármálavit?

Borgartún 35, 105 Reykjavík

(+354) 6920291

fjarmalavit@fjarmalavit.is

Fjármálavit er á

samfélagsmiðlum