Fyrstu skref í fjármálum

er kennslubók um grunnþætti fjármála einstaklinga eftir Gunnar Baldvinsson. Bókin er skrifuð fyrir nemendur í 10. bekk og er valið efni úr fyrri bók höfundar „Lífið er rétt að byrja“.  Fjármálavit gefur skólum upplag af bókinni fyrir nemendur hafi þeir hug á að nýta hana til kennslu í fjármálalæsi.

Á síðustu tveimur árum hafa um 70 grunnskólar þegið bókina fyrir nemendur í 10. bekk, en hún var auk þess nýlega þýdd yfir á enska tungu og kynnt fyrir kennurum frá fjölmörgum löndum í Evrópu.

Neðar á vefsíðunni eru verkefni sem tengjast viðfangsefnum bókarinnar . Dæmi eru um að kennarar láti nemendur vinna verkefnin samhliða bókinni og skila þeim í vinnubók. 

Beiðni um bækur er send á fjarmalavit@fjarmalavit.is,

Útbúið hefur verið stuðningsefni fyrir kennara:

1. Leiðbeiningar

2. Glærur fyrir kennslu

3. Glærur með spurningum og verkefnum

4. Svör við spurningum.

Ummæli kennara

Jens Karl Ísfjörð stærðfræðikennari

Ásta Benediktsdóttir stærðfræðikennari

Verkefni Fjármálavits

Hvar er Fjármálavit?

Borgartún 35, 105 Reykjavík

(+354) 6920291

fjarmalavit@fjarmalavit.is

Fjármálavit er á samfélagsmiðlum