Fyrstu skref í fjármálum
er kennslubók um grunnþætti fjármála einstaklinga eftir Gunnar Baldvinsson og hentar vel í kennslu í fjármálalæsi í 10. bekk. Fjármálavit gefur grunnskólum upplag af bókinni sem nemur bekk/árgangi hafi þeir hug á að nýta hana til kennslu.
Á síðustu árum hafa hátt í níu þúsund eintök af bókinni verið send til grunnskóla á landinu. Bókin hefur einnig verið þýdd yfir á enska og gríska tungu og kynnt fyrir kennurum frá fjölmörgum löndum í Evrópu.
Útbúið hefur verið stuðningsefni fyrir kennara sem er aðgegnilegt hér:
Tilvalin heimaverkefni
Notandanafn: fjarmalavit@fjarmalavit.is
Notanadanafn: fjarmalavit22
Jens Karl Ísfjörð stærðfræðikennari
“ Við höfum verið í samvinnu við ykkur undanfarin 3 skólaár og líkað afar vel. Nemendur vinna með bókina og efni hennar yfir rúmlega eina lotu í stærðfræði 10.b að hausti (1,5 mánuður). Toppurinn á verkefnavinnunni hefur svo verið heimsókn ykkar til nemenda. Frábært framtak og vel heppnað“.
Hvar er Fjármálavit?
Borgartún 35, 105 Reykjavík
(+354) 6920291
fjarmalavit@fjarmalavit.is