Hér eru spurningar úr köflum bókarinnar í forritinu QUIZIZZ  sem margir kennarar þekkja. Hentar vel sem heimaverkefni.

Notandanafn: fjarmalavit@fjarmalavit.is

Lykilorð: fjarmalavit

Fyrstu skref í fjármálum

er kennslubók um grunnþætti fjármála einstaklinga eftir Gunnar Baldvinsson. Bókin er skrifuð fyrir nemendur í 10. bekk og er valið efni úr fyrri bók höfundar „Lífið er rétt að byrja“.  Fjármálavit gefur skólum upplag af bókinni fyrir nemendur hafi þeir hug á að nýta hana til kennslu í fjármálalæsi.

Á síðustu tveimur árum hafa um 90 grunnskólar þegið um 5000 bækur fyrir nemendur í 10. bekk, en hún var auk þess nýlega þýdd yfir á enska tungu og kynnt fyrir kennurum frá fjölmörgum löndum í Evrópu.

Beiðni um bækur er send á fjarmalavit@fjarmalavit.is,

Útbúið hefur verið stuðningsefni fyrir kennara:

1. Leiðbeiningar

2. Glærur fyrir kennslu

3. Glærur með spurningum og verkefnum

4. Svör við spurningum.

Ummæli kennara

Jens Karl Ísfjörð stærðfræðikennari

“ Við höfum verið í samvinnu við ykkur undanfarin 3 skólaár og líkað afar vel. Nemendur vinna með bókina og efni hennar yfir rúmlega eina lotu í stærðfræði 10.b að hausti (1,5 mánuður). Toppurinn á verkefnavinnunni hefur svo verið heimsókn ykkar til nemenda. Frábært framtak og vel heppnað“.

Verkefni Fjármálavits