Námskeið fyrir kennara

Fjármálavit hefur undanfarin misseri haldið námskeið fyrir kennara á unglingastigi um grunnþætti í fjármálalæsi  í samvinnu við sveitarfélögin.

Næsta námskeið er í samstafi við Menntasvið Kópavogsbæjar og eru allir áhugasamir kennarar velkomnir. Námskeiðið skiptist í þrjá hluta og verður í beinni útsendingu á rafrænu formi dagana 18. janúar, 25. janúar og 1. febrúar kl. 15 – 16.

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur námsefni sem notað hefur verið í ýmsum grunnskólum landsins undanfarin þrjú ár. Bókin „Fyrstu skref í fjármálum“ er þar til grundvallar og fá þátttakendur bókina að gjöf fyrir sig og nemendur sína.

Markmiðið er að kynna aðgengilegar kennsluaðferðir í fjármálalæsi og veita kennurum innblástur í kennslu.

Kennari námskeiðsins er Kristján Arnarson grunnskólakennari sem hefur kennt stærðfræði í Hagaskóla í 9 ár. Kristján hefur einnig komið að verkefnum um eflingu fjármálalæsis í grunnskólum og samið námsefni því tengdu.

Nánari upplýsingar:  fjarmalavit@fjarmalavit.is

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.