Stafræn námskeið um fjármál einstaklinga

Námskeiðin sem eru fjögur talsins voru unnin í samstarfi við Opna háskólann í Reykjavík. Þeim er ætlað að veita þátttakendum innsýn í það helsta sem fjármál einstaklinga snúast um.

Í boði er frír aðgangur fyrir kennara og nemendur sem vilja efla sig í fjármálalæsi.

Hefja námskeið:

Umsjónarmaður námskeiðanna er Kristján Arnarsons sem er með áralanga reynslu af stærðfræðikennslu í grunn- og framhaldsskólum og hefur og komið að ýmsum verkefnum um eflingu fjármálalæsis.

Auk Kristjáns koma ýmsir sérfræðingar við sögu og fjalla ítarlega um þau viðfangsefni sem þeir eru sérhæfðir í.

  • Snædís Ögn Flosadóttir –   sérfræðingur í lífeyrismálum hjá Arion banka
  • Sara Jasonardóttir – verkefnastjóri fræðslu hjá Umboðsmanni skuldara
  • Eiríkur Ásþór Ragnarsson – hagfræðingur hjá Frontier Economics
  • Gunnar Baldvinsson – framkvæmdastjóri og sérfræðingur í lífeyrismálum
  • Jóhanna Erla Birgisdóttir – Sérfræðingur  hjá Íslandsbanka
  • Hrafn Guðlaugsson – sérfræðingur í tryggingum hjá Sjóvá
  • Jakob Þór Einarsson – sérfræðingur í kjaramálum hjá VR
  • Erla Birgisdóttir – sérfræðingur hjá Credit Info
  • Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir – fjármálaráðgjafi hjá Landsbankanum
  • Jónas Rafn Stefánsson – sérfræðingur hjá Landsbankanum

Þátttakendum stendur einnig til boða að fá kennslubókina Farsæl skref í fjármálum sem gott er að hafa til hliðsjónar.

Nánari upplýsingar: fjarmalavit@fjarmalavit.is

Að kenna fjármálalæsi –  farið yfir það sem þarf að hafa í huga í kennslu í fjármálalæsi. 

Hvar er Fjármálavit?

Borgartún 35, 105 Reykjavík

(+354) 6920291

fjarmalavit@fjarmalavit.is

Fjármálavit er á

samfélagsmiðlum