Stafrænt námskeið fyrir kennara

Kennurum í grunn- og framhaldsskólum býðst aðgangur að glænýju stafrænu námskeiði sem Fjármálavit og Opni háskólinn í Reykjavík standa fyrir.

Námskeiðinu er ætlað að veita kennurum innsýn í það helsta sem fjármál einstaklinga snúast um og veita þeim innblástur í kennsluaðferðir í fjármálalæsi.

Námskeiðið er í fjórum hlutum:

  1. Fjármál heimilis
  2. Sparnaður og fjárfestingar
  3. Lán
  4. Að kenna fjármálalæsi

Umsjónarmaður námskeiðsins er Kristján Arnarsons sem hefur kennt stærðfræði í Hagaskóla til fjölda ára og komið að ýmsum verkefnum um eflingu fjármálalæsis.

Auk Kristjáns koma við sögu ýmsir sérfræðingar sem fjalla ítarlega um þau viðfangsefni sem þeir eru sérhæfðir í.

Námskeiðið er kennurum að kostnaðarlausu. 

Kennarar sem skrá sig hér fyrir neðan fá sendan tölvupóst frá Opna háskólanum í Reykjavík með aðgangi að námskeiðinu.

Þátttakendum stendur einnig til boða að fá kennslubókina Farsæl skref í fjármálum sem gott er að hafa til hliðsjónar.

Nánari upplýsingar: fjarmalavit@fjarmalavit.is

Hvar er Fjármálavit?

Borgartún 35, 105 Reykjavík

(+354) 6920291

fjarmalavit@fjarmalavit.is

Fjármálavit er á

samfélagsmiðlum