Fjármálavit

Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla, þróað af Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) í samvinnu við kennara og kennaranema. Tilgangurinn er að veita innblástur í kennslu um fjármál. Námsefnið er byggt upp sem sjálfstæðar kennslustundir með umræðum og verkefnum og til stuðnings eru stutt myndbönd sem nemendur geta horft á til að tengja við viðfangsefnið. Námsefnið  er að finna hér á undirsíðunni námsefni.

Í byrjun vetrar fá allir 10. bekkir í grunnskólum landsins boð um heimsókn Fjármálavits þar sem nemendur leysa verkefni og spjalla um fjármál. Heimsóknir eru skólum að kostnaðarlausu og eru  í boði allan veturinn.  Skólar geta óskað eftir heimsókn Fjármálavits með því að senda póst á fjarmalavit@fjarmalavit.is.

3.10.2016 – Í Hlíðaskóla hafa undanfarnar fjórar vikur verið tileinkaðar fjármálafræðslu. Fjármálavit var svo heppið að fá að koma reglulega í heimsókn, spjalla við krakkana og leggja fyrir þá fjölmörg verkefni tengd fjármálum með góðum árangri.

Markmið Fjármálavits

  • Að nýta samtakamátt fjármálafyrirtækja á Íslandi og minna á samfélagslegt hlutverk þeirra í að stuðla að góðu fjármálalæsi.
  • Veita kennurum innblástur í kennslu um fjármál með  kennsluefni.
  • Eiga þátt í að auka fjármálalæsi ungs fólks og gera það betur í stakk búið til að taka ákvarðanir í framtíðinni um fjármál.
  • Gera starfsfólki fjármálafyrirtækja kleift að vinna saman að verkefni sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið.

EvrópaFjármálavit tekur þátt í Evrópsku peningavikunni einu sinni á ári  þar sem tilgangurinn er að vekja athygli á þörfinni fyrir aukið fjármálalæsi hjá ungu fólki og skapa umræðu þar um. Evrópsku bankasamtökin standa að peningavikunni með það markmið að virkja samtök fjármálafyrirtækja í Evrópu í því að láta gott af sér leiða í þessum efnum.