Námsefni

„Fyrstu skref í fjármálum“

er ný bók um grunnþætti fjármála einstaklinga eftir Gunnar Baldvinsson. Bókin er skrifuð fyrir nemendur í 10. bekk og er valið efni úr fyrri bók höfundar „Lífið er rétt að byrja“ Með bókinni eru stigin ný skref í þróun námsefnis Fjármálavits og geta kennarar óskað eftir eintaki að gjöf fyrir nemendur sína á fjarmalavit@fjarmalavit.is, hafi þeir hug á að nýta hana til kennslu í fjármálalæsi. Útbúið hefur verið stuðningsefni fyrir kennara: 1. leiðbeiningar, 2. glærur fyrir kennslu, 3. glærur með spurningum og verkefnum, 4. svör við spurningum.

er afurð vinnu stærðfræðikennara sem nýtti bókina í kennslu í 10. bekk.   

Verkefni Fjármálavits

voru unnin í samvinnu við kennaranema á Menntavísindasviði HÍ og hafa verið kynnt í grunnskólum landsins undanfarin 3 ár við góðar undirtektir nemenda og kennara. Hvert fyrir sig tekur um 80 mínútur og með hverju þeirra fylgja myndbönd sem mælt er með að sýna og ræða með nemendum – myndböndum fylgja umræðupunktar.