Stafræn námskeið um fjármál einstaklinga
Í boði er frír aðgangur fyrir kennara og nemendur sem vilja efla sig í fjármálalæsi.
Námskeiðin eru unnin í samstarfi við Opna háskólann í Reykjavík og er ætlað að veita þátttakendum innsýn í það helsta sem fjármál einstaklinga snúast um.
Til að taka þátt í námskeiði er nóg að smella á heiti þess hér fyrir neðan eða til hliðar.
Fjármál heimilis
Þetta námskeið snýst um að þátttakendur öðlist yfirsýn yfir tekjur og gjöld sem auðveldar þeim að ná markmiðum sínum og uppfylla drauma.
- Heimilisbókhald
- Launaseðill og skattar
- Skatthlutfall og skattstofn
- Lífeyrissjóðir
- Tryggingar
- Verðbólga
Sparnaður og fjárfestingar
Á þessu námskeiði verður farið í grunnatriði og leitað skilnings á kjarnaþáttum þannig að sparnaður og fjárfestingar séu ekki framandi og fjarlæg viðfangsefni heldur frekar hefðbundinn partur af venjulegu lífi.
- Bankareikningar og innistæður
- Fjárfetingakostir
Lán og lánshæfi
Lántaka er mjög almenn og flestir taka lán einhvern tíma á lífsleiðinni. Á þessu námskeiði um lántöku förum við forsendur fyrir lántöku, skoðum ýmsar hliðar lána og kynnum okkur sérstaklega lánshæfismat.
- Lán
- Lánshæfismat
Að kenna fjármálalæsi
Stafræn vinnustofa fyrir kennara
Þátttakendum stendur einnig til boða að fá kennslubókina Farsæl skref í fjármálum sem gott er að hafa til hliðsjónar.
Umsjónarmaður námskeiðanna er Kristján Arnarsons sem er með áralanga reynslu af stærðfræðikennslu í grunn- og framhaldsskólum og hefur og komið að ýmsum verkefnum um eflingu fjármálalæsis.
Auk Kristjáns koma ýmsir sérfræðingar við sögu og fjalla ítarlega um þau viðfangsefni sem þeir eru sérhæfðir í.
- Snædís Ögn Flosadóttir – sérfræðingur í lífeyrismálum hjá Arion banka
- Sara Jasonardóttir – verkefnastjóri fræðslu hjá Umboðsmanni skuldara
- Eiríkur Ásþór Ragnarsson – hagfræðingur hjá Frontier Economics
- Gunnar Baldvinsson – framkvæmdastjóri og sérfræðingur í lífeyrismálum
- Jóhanna Erla Birgisdóttir – Sérfræðingur hjá Íslandsbanka
- Hrafn Guðlaugsson – sérfræðingur í tryggingum hjá Sjóvá
- Jakob Þór Einarsson – sérfræðingur í kjaramálum hjá VR
- Erla Birgisdóttir – sérfræðingur hjá Credit Info
- Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir – fjármálaráðgjafi hjá Landsbankanum
- Jónas Rafn Stefánsson – sérfræðingur hjá Landsbankanum
Nánari upplýsingar: fjarmalavit@fjarmalavit.is
Hvar er Fjármálavit?
Borgartún 35, 105 Reykjavík
(+354) 6920291
fjarmalavit@fjarmalavit.is