Skólaheimsóknir
Grunnskólar á landinu fá árlegt boð um heimsókn fulltrúa Fjármálavits með fjármálafræðslu. Árlega hafa fjölmargir nemendur í 10. bekk fengið að kynnast Fjármálaviti, en kennarar hafa margir mikinn áhuga á kennslu í fjármálalæsi og eru oftast búnir að vinna góða undirbúningsvinnu með krökkunum í náminu.
Heimsóknirnar eru í nafni Fjármálavits en í þeim vinna krakkarnir m.a. verkefni sem þeir kynna fyrir bekknum og myndast oft á tíðum mjög gagnlegar og líflegar umræður.
Vegna Covid – 19 og aðstæðna í samfélaginu liggja heimsóknir niðri.
Hafir þú áhuga á heimsókn í þinn skóla mátt þú endilega skrá hann og við höfum samband þegar við byrjum á ný.