Fjármálaleikar

Næstu Fjármálaleikar verða dagana 2. – 11. mars 2022.

Nánar auglýst síðar.

Fjármálalekar er árleg keppni í fjármálalæsi milli grunnskóla fyrir nemendur í 10. bekk. Spilaður er netleikur þar sem þátttakandi skráir sig til leiks á vefslóðinni fjarmalaleikar.is með nafni, netfangi og heiti skóla og þar með er skóli viðkomandi orðinn þátttakandi í Fjármálaleikunum. Lágmarksfjöldi nemenda úr hverjum þátttökuskóla er tíu talsins, en í fámennum skólum geta fleiri en einn árgangur spilað til að fylla upp í þá tölu.

Þátttakandi svarar fjölbreyttum spurningum, í sumum þeirra þarf reiknivél og í öðrum að vita t.d. um hvað tryggingar snúast, þekkja réttindi og skyyldur á vinnumarkaði, átta sig á lífeyrissparnaði, vita hvernig vextir virka ofl.

Gott er að vanda sig og klára allar spurningarnar því þegar upp er staðið er það hópeflið í hverjum þátttökuskóla sem gildir. Á meðan á leikunum stendur geta þátttakendur fylgst með hvaða skólar verma efstu sætin.

Veitt verða peningaverðlaun til þeirra skóla sem enda í þremur efstu sætunum, auk þess sem nemendur sem svara öllum spurningunum geta átt von á að vera dregnir upp úr verðlaunapotti.

Fjármálavit hvetur kennara til að virkja sem flesta nemendur til þátttöku í Fjármálaleikunum og þannig stuðla að frekari vitundarvakningu um mikilvægi fjármálalæsis.

Áslandsskóli sigurvegari 2021

Í ár tóku 750 nemendur í 35 grunnskólum víðsvegar á landinu þátt. Mikil keppni var um efstu sætin þar sem margir skólar voru að standa sig mjög vel.

Aðal markmiðið með keppni sem þessari er að leyfa nemendum að taka þátt og svara spurningum um fjármálalæsi enda margir kennarar sem horfa á leikinn sem ágætis lærdómstól.

Skólarnir í þremur efstu sætunum fengu peningaverðlaun og gáfu helming af verðlaunafénu til góðs málefnis að eigin vali.

1. Áslandsskóli – styður Alzheimersamtökin

2. Austurbæjarskóli – styður samtökin Empower Nepali girls.

3. Tjarnarskóli – styður Rauða krossinn.

Nafn tveggja nemenda sem tóku þátt voru dregin upp úr verðlaunapotti og fengu þeir hvor um sig peningaverðlaun. Þessir nemendur eru í Árbæjarskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar.

Fjármálavit þakkar fyrir þátttökuna og óskar sigurvegurnum til hamingju með árangurinn.

 

Sigurvegarar Fjármálaleikanna 2021 í Áslandsskóla ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

1. Áslandsskóli

2. Austurbæjasrkóli

3. Tjarnarskóli

4. Vogaskóli

5. Grunnskóli Fjallabyggðar

6. Varmahlíðarskóli

7. Myllubakkaskóli

8. Árbæjarskóli

9. Patreksskóli

10. Snælandsskóli

1. Áslandsskóli

2. Austurbæjasrkóli

3. Tjarnarskóli

4. Vogaskóli

5. Grunnskóli Fjallabyggðar

6. Varmahlíðarskóli

7. Myllubakkaskóli

8. Árbæjarskóli

9. Patreksskóli

10. Snælandsskóli

1. Myllubakkaskóli

2. Nesskóli

3. Grunnskólinn í Sandgerði

4. Giljaskóli

5. Árbæjarskóli

6. Tjarnarskóli

7. Grunnskóli Fjallabyggðar

8. Austurbæjarskóli

9. Landakotsskóli

10. Vatnsendaskóli

1. Nesskóli

2. Varmahlíðarskóli

3. Árbæjarskóli

4. Hlíðaskóli

5. Garðaskóli

6. Patreksskóli

7. Gurnnskóli Fjallabyggðar

8. Lundarskóli

9. Sandgerðisskóli

10. Höfðaskóli

1. Austurbæjarskóli

2. Háteigsskóli

3. Varmahlíðarskóli

4. Vogaskóli

5. Árbæjarskóli

6. Sandgerðisskóli

7. Flóaskóli

8. Hlíðaskóli

9. Lækjarskóli

10. Tjarnarskóli

Evrópukeppni í fjármálalæsi

Evrópukeppni í fjármálalæsi milli grunnskóla fer fram á vorin ár hvert í Brussel, Belgíu. Undankeppnir eru haldnar í hverju þátttökulandi og á Íslandi eru Fjármálaleikarnir liður í því.

Hvar er Fjármálavit?

Borgartún 35, 105 Reykjavík

(+354) 6920291

fjarmalavit@fjarmalavit.is

Fjármálavit er á

samfélagsmiðlum