Evrópukeppni í fjármálalæsi

Íslandsmeirstararar 2019 fóru til Brussel

Þau Ester Rún Jónsdóttir og Freysteinn Bjarnason tóku þátt í Everópukeppninni grunnskóla í fjármálalæsi í Brussel 7. mái fyrir hönd 10. bekkjar Nesskóla. Yfir 100.000 nemendur á aldrinum 13 – 15 ára frá 28 á löndum í Evrópu tóku þátt í forkeppnum heima fyrir og fóru tveir fulltrúar hvers lands til Brussel. Íslenska liðinu gekk vel og svöruðu spurningum af mikilli yfirvegun, en eftir harða keppni voru það Slóvenar sem stóðu uppi sem hrepptu Evrópumeistaratitilinn 2019.

Forkeppnin á Íslandi fór fram í mars síðastliðnum þar sem 500 nemendur úr 30 grunnskólum víðsvegar á landinu tóku þátt og var það tíundi bekkur Nesskóla í Neskaupstað sem fór með sigur af hólmi. Í öðru og þriðja sæti voru Varmahlíðarskóli í Skagafirði og Árbæjarskóli í Reykjavík.

Sigrún Júlía Geirsdóttir umsjónarkennari sigurvegaranna í Nesskóla segir árangurinn hafi náðst með mikilli samheldni og hvatningu, en hver þátttakandi svaraði 64 fjölbreyttum spurningum í netleik sem hannaður var sérstaklega með þekkingarramma PISA í huga. „Þau voru tilbúin að einhenda sér í verkefnið og vanda sig frekar en flýta sér. Það skipti máli að ýta ekki strax á hinn augljósa svarmöguleika heldur gefa sér tíma til að hugsa. Stundum þurfti að reikna, í öðrum að vita um hvað tryggingar snúast, þekkja réttindi og skyldur á vinnumarkaði, átta sig á lífeyrissparnaði eða kunna ýmislegt um t.d.gengissveiflur og verðlagsþróun,“ segir Sigrún, jafnframt.

Að sögn Kristínar Lúðvíksdóttur verkefnisstjóra Fjármálavits er markmiðið með svona keppni fyrst og fremt að vekja athygli á mikilvægi fjármálalæsis hjá ungu fólki og hvetja kennara og skólastjórnendur áfram í kennslu í fjármálalæsi. „“Fjármálalæsi er víða kennt í grunnskólum landins, þó mismikið milli skóla og því mætti gera enn betur í því að festa fjármálæsi betur í aðalnámskrá grunnskóla“ segir Kristín. „Krakkar í dag eru farnir að vinna snemma og þurfa að þekkja grunnatriðin í eigin fjármálum, það er nokkuð ljóst. Þetta snýst ekki bara um að vera góður í að reikna vexti heldur þarf að beita skynsamri hugsun með“.

Um Evrópukeppnina í fjármálalæsi

Fjármálaleikarnir á Íslandi eru hluti af Evrópukeppni í fjármálalæsi sem um þrjátíu Evrópuríki taka þátt í en það eru Evrópsku bankasamtökin sem standa að keppninni. Sá skóli sem verður hlutskarpastur í Íslandskeppninni fær að senda tvo nemendur ásamt kennara í lokakeppnina sem fram fer í Brussel 8. maí næstkomandi. Keppt verður um hvaða evrópski skóli hreppir Evróputitilinn í fjármálalæsi 2019.

Fjármálavit stendur að keppninni fyrir hönd íslenskra nemenda en Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamtök lífeyrissjóða hafa staðið að baki Fjármálavits undanfarin ár.