Fjármálaleikar – úrslit

1. Myllubakkaskóli fær titilinn Íslandsmeistari í Fjármálaleikum grunnskóla 2020. 

2. Nesskóli skipar annað sætið en skólinn sigraði Fjármálaleikana í fyrra.

3. Grunnskólinn í Sandgerði.

Árgangar 10. bekkjar í þremur efstu skólunum fá peningaverðlaun auk þess sem sigurskólinn sendir tvo fulltrúa til Brussel til að taka þátt í úrslitum Evrópukeppninnar í fjármálalæsi.

Þetta er í þriðja skiptið sem leikarnir eru haldnir og í ár tóku 550 nemendur þátt í 30 grunnskólum víðsvegar á landinu. 300 nemendur kláruðu allan leikinn og var mikil keppni um efstu sætin. Fjölmargir voru með fullt hús eða 8000 stig sem þykir góður árangur.

Meðalskor allra þátttakenda var 6.700 og voru stelpur rétt ofan við meðaltal og strákar rétt undir. Landsbyggðin skorar hærra en höfuðborgarsvæðið.

Keppnin kallar á samvinnu nemenda og að hver og einn svari vel og vandi sig því þegar upp er staðið er þetta keppni milli skóla þar sem meðalskorið gildir.

Við þökkum öllum þátttakendum fyrir líflega og metnaðarfulla keppni.

Evrópukeppnin í fjármálalæsi

Evrópukeppni í fjármálalæsi milli grunnskóla fer fram á vorin ár hvert í Brussel, Belgíu. Undankeppnir eru haldnar í hverju þátttökulandi og á Íslandi eru Fjármálaleikarnir liður í því og er þetta í þriðja sinn sem keppnin fer fram.

Vefsíða Evrópukeppninnar

Um Fjármálaleika og Evrópukeppni

Kíktu á íslensku spurningarnar  í Evrópukepninni síðutu tvö árin – Kahoot!