Evrópukeppni í fjármálalæsi

Íslandsmeistarar í fjármálalæsi

Austurbæjarskóli er sigurvegari í Íslandskeppni Evrópukeppninnar í fjármálalæsi sem fram fór dagana 12 – 18 mars. Tveir fulltrúar skólans fara til Brussel og keppa til úrslita um hvaða skóli í Evrópu hlýtur Evróputitilinn í fjármálalæsi 2018.
Krakkarnir í Árbæjarskóla fengu viðurkenningu fyrir góða þátttöku og frábæra liðsheild.

 

Röð efstu skóla:

1. Austurbæjarskóli
2. Háteigsskóli
3. Varmahlíðarskóli
4. Vogaskóli
5. Árbæjarskóli
6. Grunnskólinn í Sandgerði

Ísland er meðal 30 Evrópulanda sem standa að Evrópukeppninni í fjármálalæsi (European moneyquiz), en nemendur í 10. bekk í hér á landi tóku þátt í keppninni sem var æsispennandi og ekki ljóst fyrr en í blálokin hvaða skólar myndu skipa efstu sætin.

Um leikinn

Nemendur spiluðu spurningaleik sem tekur mið af þekkingarramma OECD í fjármálalæsi og var upphaflega þróaður og hannaður í samvinnu við Ómar Örn Magnússon kennara í Hagaskóla sem hefur mikla reynslu af því að semja kennsluefni um fjármál fyrir unglinga. Leikurinn er nú opinn fyrir alla áhugasama á slóðinni fjarmalaleikar.is, en þátttakendur svara 64 spurningum á fjórum efnissviðum: Ég, Heimilið, Nám og atvinna og Samfélagið