Evrópukeppni í fjármálalæsi

Íslandsmeirstararar 2019

Nú er orðið ljóst að Nesskóli á Neskaupstað er sigurvegari í Fjármálaleikum milli grunnskóla 2019 og mun senda tvo fulltrúa til Brussel 7. maí til að taka þátt í úrslitum Evrópukeppninnar í fjármálalæsi.

Hér eru átta efstu sætin:

1. Nesskóli

2. Varmahlíðarskóli

3. Árbæjarskóli

4. Hlíðaskóli

5. Garðaskóli

6. Patreksskóli

7. Grunnskóli Fjallabyggðar

8. Lundarskóli

Að þessu sinni voru það nemendur í 30 grunnskólum víðsvegar á landinu sem tóku þátt og var almennt góð þátttaka innan skólanna. Fjölmargir skoruðu hátt og einn og einn náði fullu húsi stiga sem þykir afar góður árangur.

Fjármálavit óskar sigurvegurunum og öllum þeim sem tóku þátt til hamingju með góðan árangur og þakkar fyrir þátttökuna – án þátttakenda er engin keppni.

 Nánar um keppnina

Hér er hægt að spila leikinn sem krakkarnir spiluðui í keppninni:

Fjármálaleikar

Um Evrópukeppnina í fjármálalæsi

Fjármálaleikarnir á Íslandi eru hluti af Evrópukeppni í fjármálalæsi sem um þrjátíu Evrópuríki taka þátt í en það eru Evrópsku bankasamtökin sem standa að keppninni. Sá skóli sem verður hlutskarpastur í Íslandskeppninni fær að senda tvo nemendur ásamt kennara í lokakeppnina sem fram fer í Brussel 8. maí næstkomandi. Keppt verður um hvaða evrópski skóli hreppir Evróputitilinn í fjármálalæsi 2019.

Fjármálavit stendur að keppninni fyrir hönd íslenskra nemenda en Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamtök lífeyrissjóða hafa staðið að baki Fjármálavits undanfarin ár.