Að loknu skyldunámi á einstaklingur að:

 • hafa tileinkað sér verðvitund og geta greint á milli og borið saman gæði og verð á vörum og þjónustu

 • vera fær um að rýna í auglýsingar með gagnrýnum hætti og greina á milli staðreynda og áróðurs.
 • geta borið saman og metið mismunandi framboð lausna þegar kemur að því að versla, t.d. að versla rafrænt eða á staðnum, skoða smáa letrið, passa upp á netöryggi og vera meðvitaður um netþrjóta.
 • átta sig á kostum, göllum, hættum og tækifærum mismunandi greiðslumáta við kaup á vöru eða þjónustu. T.d. hvað það þýðir að millifæra peninga á annan aðila, að greiða með greiðslukorti (debet/kredit), að staðgreiða með peningum, að nýta raðgreiðslur, að taka yfirdrátt í banka eða nýta önnur skammtímalán eða smálán.
 • geta sett upp einfalda fjárhagsáætlun/sparnaðaráætlun og haft yfirsýn yfir eigin tekjur og gjöld.
 • hafa nokkra vitund um hvað það kostar fyrir einstakling að vera til og átta sig á helstu kostnaðarliðum í rekstri heimilis, t.d. hiti og rafmagn, matarinnkaup, samgöngur, tryggingar osv.frv.
 •  skilja tilgang trygginga og geta gert sér grein fyrir eigin þörfum.

 

 • gera sér grein fyrir almennum réttindum og skyldum á vinnumarkaði sem felur m.a. í sér að geta lesið og skilið ráðningarsamning, hafa skoðun á launum og vinnutíma og  skilja  hvað  stendur  á  launaseðli,  eins  og  orlofsréttur, lífeyrissjóðsgreiðslur, slysa- og veikindaréttur, skylda til staðgreiðslu tekjuskatts og  útsvars  frv.  Hann  þarf  auk  þess  að  átta  sig  á  grundvallarmuninum muninum á því að vera launþegi og því að greiða sjálfum sér laun.
 • geta metið mögulegar leiðir til að spara fyrir húsnæði, átta sig á því hvað felst í að leigja húsnæði, geta lesið og skilið húsaleigusamning og skilið réttindi og skyldur á leigumarkaði.
 • átta sig á samspili tíma og ávöxtunar þegar kemur að sparnaði og lántöku.
 • átta sig á mikilvægi sparnaðar og geta greint og borið saman mismunandi sparnaðarform, d.    óbundið/bundið,    verðtryggt/óverðtryggt, bankareikningur/hlutabréf/sjóður  osv.frv.
 • þekkja tilgang  lífeyrissjóða  og  valkosti  til  lífeyrissparnaðar  d. viðbótarlífeyrissparnaðar.
 • vera almennt fær um að meta mögulega áhættu og ávinning þegar kemur að því að taka ákvarðanir í fjármálum t.d. þegar kemur að því að ráðstafa sparnaði í mismunandi fjárfestingaleiðir.
 • vita hvað felst í því að taka lán, hvað þarf að hafa í huga þegar lán er tekið og átta sig á heildarkostnaði við lántöku.
 • geta borið  saman  mismunandi  tegundir  lána,  þekkja  grundvallarmun skammtímaláns og langtímaláns og átta sig á hvað felst í stórum skuldbindingum eins og húsnæðislánum og námslánum.
 • gera sér grein fyrir vandamálum sem geta komið upp varðandi ákvarðanir í fjármálum, t.d. hvað gerist ef einstaklingur getur ekki greitt af láni og hvaða leiðir standa til boða.
 • skilja áhrif breytinga  í efnahagsumhverfinu  á fjármál  einstaklinga, t.d.  áhrif yfirvalda og stjórntækja þeirra og þekkja mismunandi gerðir áhrifaþátta eins og stýrivexti, gengi og verðbólgu.
 • skilja samhengið milli þjóðarhags og einkaneyslu, opinberra fjármála og eigin fjármála, t.d. af hverju einstaklingar greiða skatta til samfélagsins, hvernig laun eru ákvörðuð osv.frv.