Evrópukeppni í fjármálalæsi 2019

Úrslit Evrópukeppni í fjármálalæsi milli grunnskóla í fer fram 8. maí 2019 í Brussel, Belgíu.

Undankeppnir verða haldnar í hverju þátttökulandi og verða Fjármálaleikar milli íslenskra grunnskóla dagana 11 – 20 mars 2019. Nemendur í 10. bekk fá tækifæri til að taka þátt og keppa fyrir hönd síns skóla með því að svara spurningaleik sem tekur mið af þekkingarramma OECD í fjármálalæsi. Hver og einn þátttakandi skráir sig til leiks og svarar 64 spurningum og sá skóli sem hlutfallslega fær flest stig stendur uppi sem sigurvegari. Leikurinn verður opinn til spilunar í tólf daga og getur þátttakandi spilað leikinn hvenær sem er á tímabilinu, t.d. tekið hlé á spilun og byrjað aftur þar sem frá var horfið.

Linkur inn á leikinn verður sendur á grunnskólana þegar nær dregur leik.

Nánari upplýsingar um þátttöku

Um Evrópukeppnina í fjármálalæsi

Fjármálaleikarnir á Íslandi eru hluti af Evrópukeppni í fjármálalæsi sem um þrjátíu Evrópuríki taka þátt í en það eru Evrópsku bankasamtökin sem standa að keppninni. Sá skóli sem verður hlutskarpastur í Íslandskeppninni fær að senda tvo nemendur ásamt kennara í lokakeppnina sem fram fer í Brussel 8. maí næstkomandi. Keppt verður um hvaða evrópski skóli hreppir Evróputitilinn í fjármálalæsi 2019.

Fjármálavit stendur að keppninni fyrir hönd íslenskra nemenda en Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamtök lífeyrissjóða hafa staðið að baki Fjármálavits undanfarin ár.

Með þeim bestu í Evrópu 

Í maí síðastliðnum tóku Ari Kaprasíus Kristjánsson og Telma Jeanne Bonthonneau þátt í Evrópukeppni í fjármálalæsi sem haldin var í Brussel í Belgíu. Þau voru fulltrúar Austurbæjarskóla sem sigraði undankeppnina hér heima. Um 500 nemendur í 10. bekk í 24 skólum hér á landi tóku þátt en alls tóku yfir 40.000 nemendur í 25 löndum Evrópu þátt í undankeppnum. Framan af leiddi íslenska liðið keppnina og endaði að lokum í 6. sæti. Öll löndin fengu sömu spurningar sem búið var að þýða á viðeigandi tungumál. Keppnisandinn var mikill og var hlutverk kennara þátttökuskólanna stór partur í því að hvetja nemendur sína til dáða, en með í för var Sigrún Lilja Jónasdóttir stæðrfræðikennari í Austurbæjarskóla.