Snjöll skref í fjármálum
er ný bók um grunnatriði í fjármálum einstaklinga. Bókin er
skrifuð fyrir ungt fólk sem er að verða fjárráða og að stíga sín fyrstu skref í fjármálum og hentar vel fyrir nemendur sem eru að hefja nám í framhaldsskóla.
Snjöll skref í fjármálum er sjálfstætt framhald af Fysrtu skrefum í fjármálum sem er inngangur að fjármálum og undanfari Farsælla skrefa í fjármálum fyrir nemendur á efri stigum framhaldsskóla og lengra komna.
Frá því bókin kom út sumarið 2024 hafa hátt í 2000 bækur verið gefnar til kennara og nemenda.
Efnisyfirlit
Kennarar sem hafa áhuga á að nota bókina í kennslu geta fengið hana frítt fyrir nemendur sína í boði Fjármálavits.
Útbúið hefur verið stuðningsefni fyrir kennara sem samanstendur af glærum og svörum við verkefnum í bókinni.Kennarar geta sent beiðni á bókarhöfund um aðgang að stuðningsefninu: gunnar.baldvinsson@icloud.com
Hvar er Fjármálavit?
Borgartún 35, 105 Reykjavík
(+354) 6920291
fjarmalavit@fjarmalavit.is