Í ritinu hér á síðunni er fjallað um fjármálalæsi og mikilvægi fræðslu. Farið er  yfir helstu niðurstöður Fjármálaleika milli nemenda í 10. bekk á Íslandi samanborið við niðurstöður fjármálalæsishluta nýjustu PISA könnunarinnar.

Helstu niðurstöður Fjármálaleika:

  • Stelpur skora hærra en strákar
  • Landsbyggðin sýnir betri árangur en höfuðborgarsvæðið
  • Landsbyggðarstelpur skora hæst
  • Höfuðborgarstrákar skora lægst
  • Einn af hverjum níu sýnir frammúrskarandi árangur með
    fullt hús stiga.
  • Þátttakendur sýna góðan árangur í persónulegum
    fjármálum og heimilisrekstri

Undanfarin misseri hefur áhugi á kennslu í fjármálalæsi aukist meðal kennara, en þar sem það er ekki tilgreint með skýrum hætti í aðalnámskrá er það undir hælinn lagt hversu mikla áherlsu fjármálalæsi fær í kennslu.

Af því sögðu er mikilvægt að fjármálafræðsla verði fest í sessi í grunn- og framhaldsskólum og að sett verði skýr og mælanleg hæfniviðmið svo ljóst sé hvað nemendur eigi að kunna þegar námi lýkur.

Mestur er munurinn á meðaleinkunn stelpna á landsbyggðinni

og stráka á höfuðborgarsvæðinu.

Landsbyggðin skorar hærra en höfuðborgarsvæðið.

Þátttakendur sýna aðeins meiri árangur í fjármálum sem

snúa að þeim sjálfum.