Fimmta starfsár fjármálavits er nú hafið og sem fyrr gefur Fjármálavit grunnskólum landsins upplag af kennslubókinni „Fyrstu skref í fjármálum“ eftir Gunnar Baldvinsson. Bókin hentar vel fyrir kennslu í fjármálalæsi í 10. bekk og hafa fjölmargir grunnskólar nýtt sér hana með góðum árangri.

Líkt og fyrri ár býður Fjármálavit grunnskólum upp á skólaheimsóknir þar sem fulltrúar Fjármálavits vinna verkefni úr námsefninu með nemendum. Heimsóknirnar hafa gefist mjög vel og fengið góðan róm meðal nemenda og kennara. Nú þegar hafa fjölmargir grunnskólar bókað heimsóknir – Skráning.

Hápunktur skólaársins hjá Fjármálaviti verður Evrópukeppnin í fjármálalæsi. Haldin verður undankeppni milli grunnskóla í fjölmörgum löndum Evrópu um hvaða skóli verður fulltrúi í Evrópukeppni í fjármálalæsi sem haldin verður i Brussel vorið 2019. Austurbæjarskóli er núverandi Íslandsmeistari og sendi glæsilega fulltrúa sína í fyrra til Brussel.