„Sparnaði má líkja við ferðalag“

Góðu skipulagi í fjármálum má líkja við ferðalag, þar sem ferðin á áfangastaðinn er tíminn sem við gefum okkur til að spara. Nemendur í 10. bekk í Sæmundarskóla fengu fengu Fjármálavit í heimsókn þar sem verkefnið var að finna leiðir til að spara fyrir markmiðum. Fram komu fullt af sniðugum hugmyndum og var t.d. ein þeirra að sá sem sparar finni sér meðleigjanda og lækki þannig leigukostnað um helming.