Fjármálavit

Fjármálavit er í grunnskólum

Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla í eigu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) og Landssamtaka lífeyrissjóða (LL), þróað í samvinnu við kennara og kennaranema. Tilgangurinn er að veita innblástur í kennslu um fjármál. Námsefnið er byggt á umræðum og verkefnum og til stuðnings eru stutt myndbönd sem nemendur geta horft á til að tengja við viðfangsefnið. Nýlega bættist við námsefnið bókin „Fyrstu skref í fjármálum“ eftir Gunnar Baldvinsson sem kennarar geta fengið frá Fjármálaviti fyrir nemendur sína óski þeir þess. Námsefnið og upplýsingar um það er að finna hér á undirsíðunni námsefni.

Í byrjun vetrar fá allir 10. bekkir í grunnskólum landsins boð um heimsókn Fjármálavits þar sem nemendur leysa verkefni og spjalla um fjármál. Heimsóknir eru skólum að kostnaðarlausu og eru  í boði allan veturinn.

Nánari upplýsingar: fjarmalavit@fjarmalavit.is.

Markmið Fjármálavits

  • Að nýta samtakamátt fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi og minna á samfélagslegt hlutverk þeirra í að stuðla að góðu fjármálalæsi.
  • Veita kennurum innblástur í kennslu um fjármál með  kennsluefni.
  • Eiga þátt í að auka fjármálalæsi ungs fólks og gera það betur í stakk búið til að taka ákvarðanir í framtíðinni um fjármál.
  • Gera starfsfólki fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða kleift að vinna saman að verkefni sem hefur jákvæð áhrif á samfélagið.